Manchester United getur unnið hvaða lið sem er að sögn varnarmannsins Victor Lindelof sem spilar með félaginu.
Man Utd kom töluvert á óvart um helgina og vann grannana í Manchester City 2-0 á útivelli í toppbaráttunni.
Lindelof segir að úrslitin komi þó ekki á óvart en hann hefur bullandi trú á sér og liðsfélögunum.
„Við erum alltaf fullir sjálfstrausts í hverjum einasta leik. Við vitum að við getum unnið hvaða lið sem er," sagði Lindelof.
„Þetta var afar erfiður útileikur gegn mjög góðu liði. Það sýnir hversu frábært lið við erum og hvað við getum gert á vellinum."
„Við þurfum að halda áfram sama takti og vonandi ná í fleiri sigra."
Athugasemdir