Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 13:41
Brynjar Ingi Erluson
Mögnuð frammistaða Cecilíu dugði ekki til gegn Roma
Cecilía átti stórkostlega frammistöðu í marki Inter
Cecilía átti stórkostlega frammistöðu í marki Inter
Mynd: Inter
Landsliðskonan Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti magnaða frammistöðu í ótrúlega svekkjandi 2-1 tapi Inter gegn ríkjandi meisturum Roma í meistarariðli Seríu A á Ítalíu í dag.

Cecilía hefur verið langbesti markvörður deildarinnar á þessu tímabili og þegar litið er á tölfræði úr stærstu deildum Evrópu er hún meðal þeirra allra bestu.

Markvörðurinn er á láni hjá Inter frá Bayern München en hún þurfti svo sannarlega að taka á stóra sínum þegar Inter mætti Roma í Róm.

Leikmenn Roma voru með stórskotahríð í átt að marki Inter í leiknum, en alls átti liðið 29 skot.

Inter tók forystuna eftir aðeins sex mínútur en Roma fann ekki leið framhjá Cecilíu fyrr en á 68. mínútu þegar liðið fékk vítaspyrnu sem Manuela Giugliano skoraði úr.

Áfram hélt Cecilía að verja eins og berserkur en þegar lítið var eftir af uppbótartímanum skoruðu Rómverjar með marki frá Luciu Di Guglielmo. Cecilía varði frábærlega frá Gugliano út í teiginn á Guglielmo sem stangaði boltanum í netið.

Cecilía var valinn maður leiksins hjá SofaScore en hún fær 8,2 í einkunn. Samkvæmt tölfræðinni varði hún sjö skot, þar af sex úr teignum.

Inter er áfram í öðru sæti með 38 stig, nú tíu stigum á eftir toppliði Juventus þegar sex umferðir eru eftir af mótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner