Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 09. apríl 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Sarri sagði nei við Fiorentina
Maurizio Sarri hafnaði tilboði frá Fiorentina samkvæmt fréttum frá Ítalíu.

Sarri var rekinn sem stjóri Juventus eftir eitt ár í starfi, þrátt fyrir að stýra liðinu til ítalska meistaratitilsins.

Þessi 62 ára fyrrum stjóri Napoli og Chelsea hefur einnig hafnað tilboðum frá Marseille og Fenerbahce.

Hann ætlar að taka að sér starf fyrir næsta tímabil og hefur verið orðaður við Roma og Napoli.
Athugasemdir
banner