Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 09. maí 2021 13:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu: Frábært mark Mána, vondur dagur Guy Smit og vítaspyrna?
Guy Smit
Guy Smit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Austmann
Máni Austmann
Mynd: Haukur Gunnarsson
Máni Austmann Hilmarsson skoraði mark gærkvöldins þegar hann smellhitti boltann á lofti og þrumaði honum í slána og inn fyrir Leikni gegn Breiðabliki í gær. Með markinu jafnaði hann leikinn í 1-1.

Guy Smit, markvörður Leiknis, fékk mikið lof fyrir frammistöðuna gegn Stjörnunni í 1. umferð en hann leit ekki vel út í mörkum Blika í gær. Thomas Mikkelsen náði að skora með skalla á nærstöngina, það var minnsta spurningarmerkið við það mark hjá Smit.

En Jason Daði Svanþórsson tókst á ótrúlegan hátt að koma boltanum í tvígang í netið og jafna leikinn fyrir Blika. Smit hefði viljað gera betur í þeim mörkum.

Í öðru marki gerði Emil Berger vel að vera snöggur að koma skoti á markið þegar Anton Ari Einarsson í marki Blika var að bakka eftir að hafa kastað boltanum út. Þriðja markið kom eftir vítaspyrnu sem Blikar voru ósáttir við. Róbert Orri Þorkelsson var ekki sáttur við að vítaspyrna hefði verið dæmd.

Öll sex mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. „Vondur dagur - Þessi dálkur er erfiður en ég ætla setja Guy Smit markmann Leiknis í hann - Mér fannst hann átt að gera betur í öðru og þriðja marki Blika," skrifaði Anton Freyr Jónsson í skýrslu sína eftir leikinn í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner