Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. júní 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Slakur í tvö tímabil en er að stíga upp aftur
Izaro Abella Sanchez (Þróttur R.)
Izaro Abella Sanchez.
Izaro Abella Sanchez.
Mynd: Þróttur R.
Leikmaður fimmtu umferðar í 2. deild - í boði ICE - er Izaro Abella Sanchez, leikmaður Þróttar í Reykjavík.

Izaro fór fyrir sínu liði í mögnuðum sigri gegn Magna síðastliðinn laugardag. Hann skoraði þar tvisvar og var heilt yfir mjög góður í leiknum.

Það var hlaðvarpsþátturinn Ástríðan sem stóð fyrir valinu að venju.

„Hann var gjörsamlega magnaður í 0-4 sigri á Magna; tvö mörk og ein stoðsending. Frábær leikur og endurnýjun lífdaga hjá honum," sagði Sverrir Mar Smárason.

Þessi spænski miðjumaður er búinn að leika hér á Íslandi frá 2019, tvö og hálft tímabil með Leikni Fáskrúðsfirði og hálft tímabil með Þór á Akureyri.

„Hann var góður í Leikni Fásk fyrst þegar hann kom en svo hefur honum aðeins fatast flugið. En hann er að stíga upp aftur og að finna sig í Þrótti núna," sagði Sverrir.

„Hann er með ógnvænlegan hraða og er leikinn á bolta. Maður sá það fyrir þremur árum hvað hann er góður í fótbolta. Hann var slakur í tvö tímabil en er að stimpla sig inn í Þróttaraliðið og ætlar að vera lykilmaður þar," sagði Óskar Smári Haraldsson.

Sjötta umferðin:
Sjötta umferðin í 2. deild hefst í kvöld og klárast með stórleik á laugardaginn.

fimmtudagur 9. júní
19:15 ÍR-Reynir S. (ÍR-völlur)
19:15 Höttur/Huginn-KFA (Vilhjálmsvöllur)
19:15 Þróttur R.-Víkingur Ó. (Þróttarvöllur)
19:15 Njarðvík-Haukar (Rafholtsvöllurinn)
19:45 KF-Magni (Dalvíkurvöllur)

laugardagur 11. júní
14:00 Ægir-Völsungur (Þorlákshafnarvöllur)

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Chico (ÍR)
2. umferð - Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
3. umferð - Kristófer Óskar Óskarsson (Magni)
4. umferð - Sævar Gylfason (KF)
Ástríðan - 5. umferð - ÍH og Reynir S. einu stigalausu liðin
Athugasemdir
banner