Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 09. júní 2022 22:31
Haraldur Örn Haraldsson
Sigurvin: Gamli Venni hefði aldrei beðið um meira en gult
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurvin Ólafsson þjálfari KV var kampakátur eftir dramatískan sigur á Aftureldingu. Leikurinn endaði 2-1 og sigurmarkið kom á 90. mínútu.


Lestu um leikinn: KV 2 -  1 Afturelding

„Ég er auðvitað alveg í skýjunum sérstaklega þar sem þú ert að tala við mig bara hérna 5 mínútum eftir leik þannig ég er ennþá bara með gæsahúð."

Frammistaða liðsins var kaflaskipt í leiknum en sigur hlýtur að teljast fín frammistaða.

„Já það má svo sem alveg deila um gæðin hjá okkur í dag. Það sást svolítið á okkar leik í dag að við hefðum verið stigalausir fram að þessum leik þannig sjálfstraustið var ekkert upp á marga fiska. Ég hefði viljað sjá okkur spila miklu betur við erum einum fleirri í lengri tíma en þegar 3 stig eru komin í pokann þá breytist allt.

Frammistaða KV hefur ekki verið slæm á tímabilinu þó þetta séu fyrstu 3 stig liðsins en lukkan datt þá loksins í dag.

„Já það má eiginlega segja það. Við erum búnir að klikka sjálfir á tveimur vítum í þessum fyrstu leikjum og verið óheppnir að mörgu leiti en í dag snýst þetta okkur í vil. Við skorum á síðustu mínútunni og við verjum víti. Það er bara karma þetta skilar sér allt."

Elmar Kári fékk rautt spjald eftir 30 mínútna leik. Sigurvin sjálfur var mjög nálægt og var sammála dómnum.

„Já ég held þetta hafi bara verið rétt dæmt. En ég finn alveg aðeins til með leikmanninum sem að framkvæmdi brotið, ég held að þetta hafi ekki verið neinn illur vilji. Þetta var bara mjög groddaralegt og í nútíma fótbolta er þetta rautt en gamli Venni hefði aldrei beðið um meira en gult fyrir þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner