Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. júlí 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Tonny Mawejje vill annað hugarfar - Æft í hvaða veðri sem er á Íslandi
Tonny Mawejje í leik með ÍBV.
Tonny Mawejje í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tonny Mawejje, fyrrum miðjumaður ÍBV, Vals og Þróttar, sneri aftur heim til Úganda á dögunum en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Police FC.

Hinn 33 ára gamli Mawejje spilaði á Íslandi með stuttum hléum á árunum 2009 til 2017. Eftir tvö ár hjá Tirana í Albaníu spilaði Tonny með Al-Arabi í Kúveit í fyrra áður en hann gekk til liðs við Police á dögunum.

Tonny á 83 landsleiki að baki en hann spilaði síðast með landsliði Úganda árið 2017. Í viðtali við fjölmiðla í Úganda segir Tonny að leikmenn þar í landi verði að breyta um hugarfar til að ná lengra sem atvinnumenn erlendis.

„Sem atvinnumaður þá þarftu að undirbúa þig og vera upp á þitt besta öllum stundum," sagði Tonny.

„Í atvinnumennsku þá færðu borgað fyrir að standa þig og leggja þig 100% fram. Þetta er eins og í öllum öðrum geirum, þar sem þú færð borgað fyrir að vinna þína vinnu."

„Í öðru lagi þarf hugarfarið að að breytast. Til dæmis var veðrið á Íslandi allt öðruvísi en því sem maður hefur upplifað hér í Úganda."

„Á tíma mínum hjá URA FC vorum við með æfingu þegar það byrjaði að rigna og þjálfararnir aflýstu æfingunni. Á Íslandi fórum við út að æfa, sama hversu kalt það var."

„Fyrir alla leikmenn frá Úganda sem vilja verða atvinnumenn þá er leiðin erfið en þú verður að halda áfram ef þú vilt afreka eitthvað."

Athugasemdir
banner
banner
banner