Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   þri 09. júlí 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Hasselbaink hjálpar Englandi að leggja þjóð sína
Jimmy Floyd Hasselbaink getur gefið Englandi innherjaupplýsingar.
Jimmy Floyd Hasselbaink getur gefið Englandi innherjaupplýsingar.
Mynd: Getty Images
Enska landsliðið býr sig undir að mæta því hollenska í undanúrslitum Evrópumótsins annað kvöld.

Í þjálfarateymi enska liðsins má finna sjálfan Jimmy Floyd Hasselbaink sem myndaði frægan sóknardúett með Eiði Smára Guðjohnsen hjá Chelsea á sínum tíma.

Hasselbaink er hollenskur og skoraði níu mörk fyrir hollenska landsliðið í 23 leikjum 1998-2002.

Hasselbaink vinnur aðallega með sóknarleikmönnum Englands og er sérstakur sérfræðingur þegar kemur að vítakeppnum.

Enska liðið lagði Sviss í vítakeppni og það er ekki ólíklegt að leikurinn annað kvöld ráðist einnig á vítapunktinum.
EM hringborðið - Undanúrslitin hefjast í kvöld
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner