Stórleikur Paris Saint-Germain og Real Madrid í undanúrslitum HM félagsliða fer fram klukkan 19:00 í kvöld.
Chelsea tryggði sæti sitt í úrslit keppninnar með því að leggja Fluminense að velli í gær, 2-0, þar sem nýi maðurinn Joao Pedro skoraði bæði mörkin með glæsibrag.
Í kvöld mætast sigursælasta lið Evrópu, Real Madrid, sem hefur unnið Meistaradeildina fimmtán sinnum, og núverandi Evrópumeistarar Paris Saint-Germain.
Kylian Mbappe mætir sínum gömlu félögum í PSG í fyrsta sinn síðan hann yfirgaf félagið á síðasta ári.
Svakalegur leikur og vonandi að við fáum nóg af mörkum, spjöldum og taumlausri skemmtun.
Leikur dagsins:
19:00 PSG - Real Madrid
Athugasemdir