Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 10:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandra María seld til Köln (Staðfest)
Kvenaboltinn
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Þór/KA í sumar.
Í leik með Þór/KA í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Sandra María Jessen hefur gengið í raðir þýska úrvalsdeildarfélagsins Köln frá Þór/KA.

„Sandra María hefur því spilað sinn síðasta leik fyrir Þór/KA í bili og færir félagið henni hér með bestu þakkir fyrir ómetanlegt framlag til liðsins, félagsins og knattspyrnunnar á Akureyri," segir í tilkynningu Þórs/KA.

Samningur Söndru Maríu við Þór/KA gilti til 16. nóvember í ár, en þar sem keppnistímabilið í Þýskalandi hefst strax í byrjun september, fyrsti leikur Kölnarliðsins er heimaleikur gegn RB Leipzig, og félagaskiptaglugginn aðeins opinn til og með 31. ágúst sóttist þýska félagið eftir því að fá hana strax í sínar raðir. Að öðrum kosti hefði Sandra María ekki fengið leikheimild fyrr en eftir áramót og misst af fyrstu 14 umferðum Bundesligunnar, auk bikarleikja.

Sandra María varð þrítug í janúar og heldur nú utan í atvinnumennskuna í annað sinn, en eftir átta ára feril með meistaraflokki Þórs/KA samdi hún við þýska félagið Bayer 04 Leverkusen og hélt utan í ársbyrjun 2019. Áður hafði hún farið á lánssamningi í stuttan tíma til Leverkusen snemma árs 2016 og Slavia Prag í Tékklandi snemma árs 2018.

Kölnarliðið endaði í 10. sæti Bundesligunnar síðastliðið vor, en 12 lið spila í deildinni.

Sandra María, sem er þrítug, var markadrottning Bestu deildarinnar í fyrra en hún hefur leikið afar vel með landsliðinu undanfarin misseri.
Athugasemdir
banner
banner