Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Brentford hafnaði 13 milljónum frá Wolfsburg
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Brentford hafnaði kauptilboði frá þýska félaginu Wolfsburg sem hljóðaði upp á 13 milljónir punda í heildina.

Wolfsburg er að reyna að kaupa miðvörðinn Kristoffer Ajer sem byrjaði á bekknum hjá Brentford í fyrstu tveimur leikjum úrvalsdeildartímabilsins, en spilaði svo allan leikinn í flottum sigri gegn Bournemouth í deildabikarnum.

Ajer er talinn vera þriðji miðvörður í goggunarröðinni hjá Keith Andrews þjálfara, eftir Nathan Collins og Sepp van den Berg.

Ajer er 27 ára Normaður sem tók þátt í 24 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann er með þrjú ár eftir af samningi sínum við Brentford og er félagið talið vilja fá á bilinu 15 til 20 milljónir punda til að selja leikmanninn.

Ajer er með 43 landsleiki að baki fyrir Noreg. Hann hefur spilað 94 leiki á fjórum árum hjá Brentford.
Athugasemdir
banner