
Fram hefur samið við markvörðinn Ashley Brown Orkus. Hún kemur til félagsins á undanþágu þar sem báðir markverðir liðsins eru núna meiddir.
Elaina LaMacchia, sem hafði verið einn besti markvörður Bestu deildarinnar, meiddist illa fyrr í mánuðinum í leik gegn FHL. Meiðsli hennar eru mjög alvarleg og hún verður lengi frá.
Elaina LaMacchia, sem hafði verið einn besti markvörður Bestu deildarinnar, meiddist illa fyrr í mánuðinum í leik gegn FHL. Meiðsli hennar eru mjög alvarleg og hún verður lengi frá.
Þóra Rún Óladóttir hefur spilað síðustu leiki Fram en hún meiddist líka, er með slitið liðband í hendi.
Þá er Embla Dögg Aðalsteinsdóttir, sem er einnig samningsbundin Fram, út í skóla.
Fótbolti.net hafði samband við Óskar Smára Haraldsson, þjálfara Fram, og spurði hann út í þessi skipti. Hann segir félagið hafa sótt um undanþágu frá FIFA.
„Þegar Elaina meiðist á lokadegi gluggans þá var Þóra búin að vera að glíma við meiðsli líka. Það kom svo í ljós að hún var með slitið liðband í hendi. Það segir margt um Þóru og hennar karakter að spila með litið liðband. Þar af leiðandi tókum við ákvörðun að senda inn undanþágu til KSÍ sem fór til FIFA," segir Óskar Smári en Fram sendi inn vottorð fyrir alla þrjá markverðina til að fá undanþáguna. Um mikla pappírsvinnu var að ræða.
Óskar Smári segir að Fram hafi reynt að fá markvörð áður en félagaskiptaglugginn lokaði en án árangurs. Meiðsli Elainu komu upp rétt fyrir gluggalok og því var ekki mikill tími til stefnu.
Ashley Orkus er þekkt stærð á Íslandi en hún spilað með FHL við góðan orðstír sumarið 2023. Hún spilaði síðast með Tampa Bay Sun í Bandaríkjunum þar sem hún varð meistari í USL-deildinni með Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, leikmanni FH.
Fram er sem stendur í áttunda sæti Bestu deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Þór/KA á laugardaginn.
Athugasemdir