þri 09. ágúst 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mat Ryan orðinn liðsfélagi Hákonar og Ísaks (Staðfest)
Mat Ryan, fyrrum markvörður Arsenal og Brighton, er genginn í raðir FC Kaupmannahafnar og skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Ryan er þrítugur markvörður sem er sóttur vegna meiðsla Kamil Grabara sem hefur verið aðalmarkvörður FCK.

Ryan er ástralskur landsliðsmaður sem var á mála hjá Real Sociedad á síðasta tímabili. Hann varði mark Brighton tímabilið 2017-2020 og var í janúar 2021 lánaður til Arsenal þar sem hann spilaði m.a. þrjá deildarleiki og varð markvörður númer tvö á eftir Bernd Leno og tók það hlutverk af Rúnari Alex Rúnarssyni. Rúnar var einmitt orðaður við FCK á dögunum.

Ryan hefur einnig leikið með Valencia, Genk og Club Brugge á sínum ferli í Evrópu.

Hjá FCK, sem er danskur meistari, verður Ryan liðsfélagi þeira Hákonar Arnar Haraldssonar og Ísaks Bergmanns Jóhannessonar. Orri Steinn Óskarsson er einnig leikmaður FCK en hann hefur ekki spilað með aðalliðinu í upphafi móts. Svíinn Karl-Johan Johnsson varði mark FCK í síðasta leik þegar liðið vann 4-1 sigur á Bröndby í dönsku Superliga.
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner
banner