Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. ágúst 2022 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Selma Sól í liði vikunnar - Átt mjög gott tímabil í Noregi
Selma Sól á landsliðsæfingu.
Selma Sól á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir er í liði vikunnar í norsku úrvalsdeildinni.

Selma leikur með Rosenborg, einu sterkasta félagsliði Noregs, og hefur hún verið í nokkuð stóru hlutverki á þessari leiktíð.

Selma skoraði í 5-0 sigri á Roa um síðustu helgi. Hún var eins og venjulega í byrjunarliði Rosenborg og gerði fimmta og síðasta mark liðsins þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Þessi öflugi miðjumaður hefur átt fantagott tímabil með Rosenborg, en hún gekk í raðir félagsins fyrr á þessu ári frá Breiðabliki. Rosenborg og Breiðablik mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu síðar í þessum mánuði.

Selma, sem er 24 ára, var hluti af landsliðshópi Íslands á EM í sumar og kom hún við sögu í einum leik.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig lið vikunnar lítur út í Noregi í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner