Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fös 09. ágúst 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tekur Pochettino við bandaríska landsliðinu?
Mynd: Getty Images

Mauricio Pochettino er efstur á blaði hjá bandaríska fótboltasambandinu í leit sinni að næsta landsliðsþjálfara Bandaríkjanna.


Þetta herma heimildir The Athletic. Bandaríska sambandið er í leit að reynslu miklum þjálfara en Pochettino hefur enga reynslu af landsliðsþjálfun en hefur þó náð góðum árangri með félagslið.

Íþróttastjóri bandaríska sambandsins, Matt Crocker, vann með Pochettino á sínum tíma hjá Southampton en liðið náði sínum besta árangri, 8. sæti í úrvalsdeildinni, undir stjórn Pochettino.

Það er möguleiki á því að nýr þjálfari verði ráðinn fyrir september verkefni landsliðsins en sambandið áætlar að Mikey Varas, aðstoðarþjálfari Gregg Berhalter, sem var látinn taka pokann sinn eftir að liðið féll úr leik á Copa America, muni stýra liðinu í æfingaleikjum gegn Kanada og Nýja Sjálandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner