Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 09. september 2019 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elbasan, Albanía
Aron Einar: Verður að læra af mistökunum og ég gerði það
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, mætti á blaðamannafund, ásamt Erik Hamren í Elbasan í Albaníu í dag.

Aron var á fundinum spurður út í ummæli sem hann lét falla þegar íslenska landsliðið heimsótti Albaníu fyrir sjö árum síðan. Þá lék Ísland við Albaníu í undankeppni HM og vann 2-1, en fyrir leikinn lét Aron miður gáfuleg ummæli falla í viðtali við Fótbolta.net.

Aron, sem var þá tiltölulega nýkominn með fyrirliðabandið hjá liðinu, sagði að Albanir væru mestmegnis glæpamenn og fór hann ekki fögrum orðum um albönsku þjóðina. Hann sagði á blaðamannafundinum að hann hefði þroskast mikið frá því hann lét ummælin falla.

„Ég lærði mikið, ég lærði mikið um sjálfan mig. Maður var ungur og vitlaus. Maður var bara vitlaus," sagði Aron.

„Ég hef lært mikið og þróað mig sem fyrirliða og persónu jafnt og þétt yfir landsliðsferilinn."

„Þegar manni verður á mistök þá þarf maður að læra af þeim, og ég gerði það svo sannarlega," sagði landsliðsfyrirliðinn jafnframt.

Ísland mætir Albaníu í undankeppni EM 2020 annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner