Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 09. september 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coutinho í plönum Koeman
Coutinho með Meistaradeildarbikarinn.
Coutinho með Meistaradeildarbikarinn.
Mynd: Getty Images
Kia Joorabchian, umboðsmaður Brasilíumannsins Philippe Coutinho, segir að leikmaðurinn sé ekki á leið aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem krafta hans sé óskað hjá Barcelona.

Coutinho er nýbúinn með tímabil að láni hjá Bayern München þar sem hann vann þrennuna og skoraði meðal annars tvennu gegn Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Coutinho var keyptur til Barca fyrir metfé en stóðst ekki væntingar og var lánaður til Bayern á síðustu leiktíð. Hann er núna kominn aftur til Katalóníu og segir Joorabchian að Ronald Koeman, nýr stjóri Börsunga, vilj nota Coutinho í sínu liði.

„Koeman hringdi í hann eftir að hann vann Meistaradeildina með Bayern," sagði Joorbachian við Talksport. „Hann sagði honum að hann væri í plönum hans og hann vildi ólmur fá hann aftur til félagsins."

Coutinho stytti sumarfrí sitt til að hefja æfingar strax með Barcelona. Hann ætlar sér að standa sig á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner