Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 09. september 2020 10:14
Elvar Geir Magnússon
David Luiz frá í sex vikur?
David Luiz gæti verið lengi frá en Arsenal á Fulham í fyrstu umferð á laugardaginn.

Samkvæmt The Atletic er Luiz meiddur á hálsi og gæti verið frá í allt að sex vikur.

Vegna þessara meiðsla mun Arsenal mögulega hætta við að lána Rob Holding til Newcastle.

Arsenal hefur þó marga miðverði eftir að hafa fengið William Saliba og Gabriel Magalhaes. Fyrir voru Shkodran Mustafi og Pablo Mari auk þess sem fleiri leikmenn geta leyst stöðuna.
Athugasemdir
banner