Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 09. september 2020 17:15
Ástríðan
Vill ekkert lið berjast um að fara upp úr 3. deildinni?
KV er í góðum málum á toppnum.
KV er í góðum málum á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KV og Reynir Sandgerði eru í góðum málum í efstu tveimur sætunum í 3. deildinni þegar 14 umferðir eru búnar.

Reynir Sandgerði, sem var áður á toppnum, hefur tapað gegn Elliða og Hetti/Huginn í síðustu tveimur umferðum. Þrátt fyrir það eru Reynismenn ennþá sjö stigum á undan KFG sem er í 3. sætinu.

Málið var rætt í hlaðvarpsþættinum í Ástríðunni í dag.

„Ég spyr mig. Vill ekkert lið sækja á þessi lið á toppnum?" sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni.

„Það eru þrjú lið sem gætu auðveldlega verið í baráttu þarna. Augnablik er með 22 stig, KFG er með 22 stig og Tindastóll er með 20 stig. Það er eins og það sé enginn með pung til að taka þátt í þessu."

Ekkert lið í 3. deildinni hefur unnið síðustu tvo leiki nema Elliði sem er í 8. sætinu.

„Ég held að KFG sé að fara að narta í hælana Reyni og KV," sagði Óskar Smári Haraldsson í Ástríðunni á meðan Sverrir telur að KV og Reynir fari örugglega upp.

Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni og hlusta á umræðuna í Ástríðunni.
Ástríðan - Agaleysi og lið forðast toppbaráttu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner