Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fim 09. september 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þurfum bara að einbeita okkur að þessum leik og taka allt annað í burtu"
Heimir Guðjónsson
Heimir Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framundan er leikur gegn toppliði Breiðabliks
Framundan er leikur gegn toppliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardagskvöldið fer fram stórleikur Breiðabliks og Vals í Pepsi Max-deild karla. Breiðablik er í toppsæti deildarinnar og Valur er í þriðja sætinu, með fimm stigum minna.

Fótbolti.net heyrði í Heimi Guðjónssyni, þjálfara Vals, í dag og spurði hann út í leikinn á laugardag.

„Mér líst vel á þetta verkefni, þetta verður hörkuleikur. Blikarnir hafa verið á mikilli siglingu og eru með gott lið," sagði Heimir.

Þið eruð væntanlega meðvitaðir að þetta er ykkar síðasta tækifæri á að halda lífi í titilvonunum. „Jú, jú. Við þurfum bara að einbeita okkur að þessum leik og taka allt annað í burtu, vera með góðan fókus og vera klárir þegar dómarinn flautar á."

Heimir segir að staðan á Valshópnum sé fín, allir leikmenn séu klárir fyrir utan Magnus Egilsson og Christian Köhler.

Valur vann Breiðablik á Origo vellinum fyrr í sumar. Býstu við öðruvísi leik á laugardaginn? „Nei, ég býst við mjög svipuðum leik. Blikarnir hafa verið að spila svipað í síðustu leikjum þannig ég á von á að þetta verði svipaður leikur og var á Valsvellinum fyrr í sumar."

Hefuru náð að breyta eitthvað til í landsleikjahléinu, komið með einhverjar nýjar pælingar fyrir lokaleikina? „Já, við töpuðum tveimur leikjum fyrir hléið og við erum búnir að nýta tímann og fara yfir það, æfa vel og það eru ákveðnir hlutir sem við þurfum að reyna laga, bæði sóknar- og varnarlega fyrir leikinn á móti Breiðablik á laugardaginn," sagði Heimir að lokum.

Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 20:00 á laugardagskvöldið.

Undir lok Innkastsins hér að neðan má hlusta á umræðu um komandi leiki í Pepsi Max-deildinni.
Innkastið - Löng og ströng leið upp fjallið aftur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner