Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. september 2021 10:12
Elvar Geir Magnússon
Southgate gerði enga skiptingu
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: EPA
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, gerði enga skiptingu í jafntefli gegn Póllandi í undankeppni HM í gær.

Harry Kane kom enska liðinu yfir en Pólverjar jöfnuðu í blálokin. Southgate segist ekki hafa gert neina skiptingu því honum fannst sitt lið með stjórn á leiknum.

„Við spiluðum vel, við vorum með stjórn á leiknum. Þá er ekki auðvelt að koma inn af bekknum. Það voru engin vandamál og af hverju að hrista upp í því þegar þú stýrir leiknum?" sagði Southgate þegar hann var spurður að því af hverju enginn kom af bekknum.

„Við vildum gera skiptingu í blálokin en þegar markið kom töldum við ekki vera ástæðu til þess."

Þetta var í fyrsta sinn síðan í undanúrslitum á EM 1996, gegn Þýskalandi, sem engin skipting er gerð hjá enska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner