Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 08. september 2021 22:21
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni HM: Glæsimark Kane var ekki nóg - Kean skoraði tvö í sigri
Harry Kane fagnar marki sínu
Harry Kane fagnar marki sínu
Mynd: EPA
Moise Kean gerði tvö mörk fyrir Ítalíu
Moise Kean gerði tvö mörk fyrir Ítalíu
Mynd: EPA
Staðan í undankeppni HM er farin að taka á sig skýrari mynd eftir þetta kvöld. Harry Kane skoraði fallegt mark en Póllandi náði í stig með marki undir lokin.

Í B-riðlinum vann Grikkland lið Svíþjóðar, 2-1. Grikkirnir náðu tveggja marka forystu í leiknum áður en Robin Quaison minnkaði muninn á 80. mínútu. Markið kom of seint og sátu Svíarnir eftir með sárt ennið.

Spánn vann skyldusigur á Kósóvó, 2-0. Pablo Fornals skoraði á 32. mínútu áður en Ferran Torres gulltryggði sigurinn undir lok leiksins.

Spánverjar eru á toppnum með 13 stig og hafa spilað flesta leiki eða sex talsins. Svíþjóð er með 9 stig í öðru sæti eftir fjóra leiki og Grikkland í þriðja sæti með 6 stig eftir jafnmarga leiki.

Moise Kean skoraði tvívegis fyrir Ítalíu sem vann Lithaén 5-0 í C-riðlinum. Norður Írland gerði á meðan markalaust jafntefli við Sviss.

Ítalía er á toppnum með 14 stig en Sviss kemur næst á eftir með 8 stig. Ítalir hafa spilað sex leiki en Sviss aðeins fjóra.

Í E-riðli gerðu Wales og Eistland markalaust jafntefli á meðan Belgía lagði Hvíta-Rússland að velli, 1-0. Dennis Praet gerði sigurmarkið.

Belgía er á toppnum með 16 stig og hársbreidd frá því að tryggja sæti sitt á HM. Tékkland og Wales eru með 7 stig.

Þrír leikir voru í I-riðli. England gerði 1-1 jafntefli við Pólland en Harry Kane skoraði frábært mark fyrir utan teig áður en Damian Szymanski jafnaði undir lokin.

Albanía vann San Marínó 5-0 og þá tókst Ungverjalandi að merja Andorra, 2-1. Riðillinn er afar jafn. England er með 16 stig í efsta sæti, Albanía í öðru með 12 stig, Pólland í þriðja með 11 stig og Ungverjaland með 10 stig í fjórða.

Í riðli Íslands gerðu Norður Makedónía og Rúmenía þá markalaust jafntefli. Rúmenar eru í þriðja sæti með 10 stig.

B-riðill:

Grikkland 2 - 1 Svíþjóð
1-0 Anastasios Bakasetas ('62 )
2-0 Vangelis Pavlidis ('78 )
2-1 Robin Quaison ('80 )

Kósóvó 0 - 2 Spánn
0-1 Pablo Fornals ('32 )
0-2 Ferran Torres ('90 )

C-riðill:

Ítalía 5 - 0 Litháen
1-0 Moise Kean ('11 )
1-1 Edgaras Utkus ('14 , sjálfsmark)
2-1 Giacomo Raspadori ('24 )
3-1 Moise Kean ('29 )
4-1 Giovanni Di Lorenzo ('54 )

Norður Írland 0 - 0 Sviss

E-riðill:

Hvíta Rússland 0 - 1 Belgía
0-1 Dennis Praet ('33 )

Wales 0 - 0 Eistland

I-riðill:

Albanía 5 - 0 San Marínó
1-0 Rei Manaj ('32 )
2-0 Qazim Laci ('58 )
3-0 Armando Broja ('61 )
4-0 Elseid Hysaj ('68 )
5-0 Myrto Uzuni ('80 )

Ungverjalandi 2 - 1 Andorra
1-0 Adam Szalai ('9 , víti)
2-0 Endre Botka ('18 )
2-1 Max Llovera ('82 )

Pólland 1 - 1 England
0-1 Harry Kane ('72 )
1-1 Damian Szymanski ('90 )

J-riðill:

Norður Makedónía 0 - 0 Rúmenía
Athugasemdir
banner
banner