Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. september 2022 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frank orðaður við Brighton: Ég á mörg ókláruð verk hér
Mynd: Getty Images

Graham Potter tók við sem stjóri Chelsea eftir að Thomas Tuchel var látinn taka pokan sinn á dögunum.


Það þýðir að Brighton er í leit af nýjum stjóra en Thomas Frank stjóri Brentford hefur verið orðaður við starfið. Hann segist ekki vilja taka við af Potter.

„Ég er mjög ánægður hjá Brentford, ég á mörg ókláruð verk hér. Við höfum byrjað tímabilið vel og það geta áhugaverðir hlutir gerst hér," sagði Frank.

Þetta sagði hann á blaðamannafundi fyrir leik Southampton og Brentford sem áttu að mætast á morgun en vegna fráfalls drottningarinnar var öllum leikjunum á Englandi frestað um helgina.


Athugasemdir
banner
banner