Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 09. september 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gyökeres óstöðvandi á nýju tímabili
Gyökers er kominn með sjö mörk og þrjár stoðsendingar í fimm leikjum með Sporting á upphafi tímabils, auk þess að vera búinn að skora þrjú mörk og gefa tvær stoðsendingar í tveimur landsleikjum í Þjóðadeildinni.
Gyökers er kominn með sjö mörk og þrjár stoðsendingar í fimm leikjum með Sporting á upphafi tímabils, auk þess að vera búinn að skora þrjú mörk og gefa tvær stoðsendingar í tveimur landsleikjum í Þjóðadeildinni.
Mynd: Getty Images
Sænski framherjinn Viktor Gyökeres var meðal allra bestu leikmanna ensku Championship deildarinnar þegar Sporting CP keypti hann frá Coventry í fyrrasumar.

Gyökeres raðaði inn mörkunum á sínu fyrsta tímabili í Portúgal, þar sem hann skoraði 43 mörk og gaf 15 stoðsendingar í 50 leikjum.

Svíinn hefur haldið áfram uppteknum hætti á nýrri leiktíð og er nú þegar búinn að skora 10 sinnum og gefa 5 stoðsendingar í sjö fyrstu leikjunum.

Hann skoraði tvennu í 3-0 sigri sænska landsliðsins gegn Eistlandi í gærkvöldi eftir að hafa skorað eitt og gefið tvær stoðsendingar í sigri gegn Aserbaídsjan þremur dögum fyrr.

Arsenal er meðal félaga sem var orðað við Gyökeres í sumar en Sporting hefur ekki áhuga á að selja framherjann sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner