Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   sun 09. október 2016 14:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Grétar Sigfinnur á förum frá Stjörnunni (Staðfest)
Grétar Sigfinnur í leik með Stjörnunni
Grétar Sigfinnur í leik með Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, er á förum frá Stjörnunni en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hann kveður því eftir eitt ár í Garðabænum en hann gekk til liðs við Stjörnuna frá KR fyrir sumarið. Hann lék 15 leiki í Pepsi-deildinni á leiktíðiðinni og skoraði í þeim eitt mark.

„Þetta kom í ljós á föstudaginn, ég mun fara frá Stjörnunni," sagði Grétar.

Hann ætlar að halda áfram að spila og vonast til að finna sér lið í Pepsi-deildinni en hann ætlar að taka sér smá frí og hugsa sín mál, áður en hann finnur sér nýtt félag.

„Ég fer í smá frí núna, lið eru að ganga frá þjálfaramálum núna og þetta kemur allt saman, ég er ekki að stressa mig á hlutunum en mig langar að halda áfram að spila á meðan það er gaman."

„Ég á von á því að vera áfram í Pepsi-deildinni frekar en eitthvað annað en ég er tilbúinn að skoða allt."

Hann var mjög ánægður með tímann sinn hjá Stjörnunni. og vildi hann koma þökkum á framfæri.

„Ég er mjög ánægður með tímann minn hjá Stjörnunni og mig langar að þakka fólkinu innan félagsins fyrir tímann minn þar. Því miður gekk þetta ekki upp og því mun ég leita annað," sagði Grétar sem viðurkenndi að hann hefði viljað spila meira fyrir Stjörnuna en hann missti sætið sitt í byrjunarliðinu, seinni hluta tímabils.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner