Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. október 2020 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wan-Bissaka tók enska fánann út
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka hefur gefið í skyn að hann muni ekki spila með enska landsliðinu.

Wan-Bissaka gekk í raðir Manchester United í fyrra frá Crystal Palace um 50 milljónir punda. Hann er með orðspor fyrir að vera frábær varnarlega.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur ekki enn valið Wan-Bissaka í enska landsliðið. Englendingar eru með mikið magn af góðum hægri bakvörðum, en það er spurning hvort Wan-Bissaka sé búinn að fá nóg.

Hinn 22 ára gamli Wan-Bissaka er búinn að fjarlæga enska landsliðsfánann úr persónulýsingu sinni á samfélagsmiðlinum Instagram. Hann er í staðinn búinn að setja inn fána Lýðveldisins Kongó, en hann á ættir að rekja þangað.

Wan-Bissaka hefur spilað bæði með yngri landsliðum Lýðveldisins Kongó og Englands, en hefur ekki enn spilað A-landsleik.


Athugasemdir
banner
banner
banner