Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   mán 09. október 2023 16:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dofri Snorrason leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dofri Snorrason hefur lagt skóna á hilluna eftir þrettán tímabil í meistaraflokki. Frá þessu var fyrst greint í íslenska slúðurpakkanum og Dofri staðfesti tíðindin í dag við fréttamann Fótbolta.net.

Dofri varð 33 ára í sumar og hefur á sínum ferli leikið með KR, Víkingi, Selfossi og síðast Fjölni á sínum ferli.

Dofri er uppalinn í KR og tímabilið 2010 lék hann bæði með KR og svo á láni með Víkingi. Hann átti svo eftir að snúa aftur í Víking eftir tímabilið 2012. Hann lék hálft tímabilið 2012 á láni á Selfossi.

Hann lék átján leiki sumarið 2011 þegar KR varð Íslands- og bikarmeistari og lék tvo bikarleiki 2012 þegar KR varð bikarmeistari. Tímabilið 2013 hjálpaði hann Víkingi að komast upp úr 1. deildinni og tímabili síðar endaði liðið í Evrópusæti í efstu deild. Næstu tímabil lék Dofri áfram með Víkingi, út tímabilið 2020.

Hann missti af tímabilinu 2018 þar sem hann sleit hásin á undirbúningstímabilkinu.

Dofri varð bikarmeistari með Víkingi 2019 en eftir tímabilið 2020 söðlaði hann um og fór í Fjölni þar sem hann hefur leikið síðustu þrjú tímabil.

Á ferlinum lék Dofri bæði í varnarlínunni sem og á miðsvæðinu. Á sínum tíma lék hann sjö leiki fyrir yngri landsliðin. Alls lék hann 382 KSÍ leiki og skoraði í þeim 31 mark.

Hér að neðan má sjá myndir af ferli Dofra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner