Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   mán 09. október 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kópacabana þakkar Óskari fyrir og býður Dóra velkominn í hásætið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur yfirgefið Breiðablik en hann þjálfaði liðið í síðasta sinn í gær þegar liðið tapaði gegn Stjörnunni í síðustu umferð Bestu deildarinnar.

Halldór Árnason hefur verið aðstoðarþjálfari Óskars undanfarin fjögur ár en hann var ráðinn þjálfari liðsins í gær.


Kópacabana, stuðningsmannaklúbbur félagsins sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir þökkuðu Óskari fyrir vel unnin störf og buðu Halldór velkominn í stöðu aðalþjálfara liðsins.

Yfirlýsing Kópacabana:

Kveðja frá Kópacabana:

Kópacabana þakkar Óskari fyrir og býður Dóra velkominn í hásætið

Kópacabana hefur, allt frá haustmánuðum 2019, verið ótrúlega hrifið af þeirri ákvörðun Knattspyrnudeildar Breiðabliks að ráða Óskar Hrafn Þorvaldsson sem þjálfara meistaraflokks karla. 

Kópacabana vill þakka Óskari fyrir síðastliðin fjögur ár, sem hafa verið ein þau skemmtilegustu með liðinu, frá því sveitin var stofnuð. 

Við óskum Óskari velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann mun nú taka sér fyrir hendur og getur Óskar verið stoltur af því búi sem hann hefur skilað af sér í Smáranum, enda sögupenninn verið hátt á lofti í sumar. 

Á sama tíma og einn kóngur er kvaddur, stígur krónprinsinn upp og er krýndur konungur. Kópacabana er rosalega þakklátt stjórn Knattspyrnudeildar Breiðabliks og Halldóri Árnasyni, fyrrverandi aðstoðarþjálfara og nýráðnum aðalþjálfara liðsins, fyrir skjót vinnubrögð. Kópacabana styður heils hugar við ráðninguna á Dóra og hlakkar til næstu ára, með hann við stjórnvölinn. 

Fyrir hönd Kópacabana,
Hilmar Jökull Stefánsson


Athugasemdir
banner