Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mið 09. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Icelandair
Logi Tómasson, bakvörður Íslands.
Logi Tómasson, bakvörður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að vera á Íslandi og líka til að geta hitt vini og fjölskyldu inn á milli," sagði Logi Tómasson, bakvörður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

„Við eigum séns á móti báðum þessum liðum. Við þurfum að nýta það að vera hérna heima í kuldanum. Mér finnst það geggjað að fá tvo heimaleiki. Það getur gefið okkur mikið að fá úrslit í báðum leikjum."

Íslenska liðið spilaði við Tyrklandi í um 30 stiga hita fyrir mánuði síðan. Það verður öðruvísi fyrir þá að koma hingað.

„Þeir eru ekki vanir þessum núll gráðum. Við þurfum að nýta okkur það, vera þéttir og refsa þessum gæjum."

Logi, sem er vinstri bakvörður Stromsgodset í Noregi, lék sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu í síðasta mánuði - í sigri gegn Svartfjallalandi. Hann er mjög stoltur að vera hluti af íslenska landsliðinu.

„Það er langt síðan ég hef verið svona stressaður fyrir leik en það var gott að finna þessa tilfinningu aftur, hvað þetta skiptir mann miklu máli."

Logi hefur núna verið atvinnumaður í meira en ár og segist hann kunna vel við lífið eins og það er. Utan fótboltans er hann duglegur við að búa til tónlist en hann gaf nýverið út lag með föður sínum.

„Ég gat út lag um daginn og síðan er eitthvað meira á leiðinni. Ég reyni bara að gefa út og svo leyfi ég fólki að hlusta. Fólk sem vill hlusta, það hlustar. Mér finnst gaman að gera tónlist og ég mun ekki hætta því. Ég hef mikinn frítíma utan fótboltans og þetta gerir mjög mikið fyrir minn haus. Þetta er mitt áhugamál. Ég er alltaf á milljón. Ég elska að fara í golf líka, sund og alls konar hluti. Það er nóg að gera og ég kvarta ekki," sagði Logi en lagið má hlusta á hér að neðan.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner