Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mið 09. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Icelandair
Logi Tómasson, bakvörður Íslands.
Logi Tómasson, bakvörður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að vera á Íslandi og líka til að geta hitt vini og fjölskyldu inn á milli," sagði Logi Tómasson, bakvörður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

„Við eigum séns á móti báðum þessum liðum. Við þurfum að nýta það að vera hérna heima í kuldanum. Mér finnst það geggjað að fá tvo heimaleiki. Það getur gefið okkur mikið að fá úrslit í báðum leikjum."

Íslenska liðið spilaði við Tyrklandi í um 30 stiga hita fyrir mánuði síðan. Það verður öðruvísi fyrir þá að koma hingað.

„Þeir eru ekki vanir þessum núll gráðum. Við þurfum að nýta okkur það, vera þéttir og refsa þessum gæjum."

Logi, sem er vinstri bakvörður Stromsgodset í Noregi, lék sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu í síðasta mánuði - í sigri gegn Svartfjallalandi. Hann er mjög stoltur að vera hluti af íslenska landsliðinu.

„Það er langt síðan ég hef verið svona stressaður fyrir leik en það var gott að finna þessa tilfinningu aftur, hvað þetta skiptir mann miklu máli."

Logi hefur núna verið atvinnumaður í meira en ár og segist hann kunna vel við lífið eins og það er. Utan fótboltans er hann duglegur við að búa til tónlist en hann gaf nýverið út lag með föður sínum.

„Ég gat út lag um daginn og síðan er eitthvað meira á leiðinni. Ég reyni bara að gefa út og svo leyfi ég fólki að hlusta. Fólk sem vill hlusta, það hlustar. Mér finnst gaman að gera tónlist og ég mun ekki hætta því. Ég hef mikinn frítíma utan fótboltans og þetta gerir mjög mikið fyrir minn haus. Þetta er mitt áhugamál. Ég er alltaf á milljón. Ég elska að fara í golf líka, sund og alls konar hluti. Það er nóg að gera og ég kvarta ekki," sagði Logi en lagið má hlusta á hér að neðan.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner