Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   mið 09. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Icelandair
Logi Tómasson, bakvörður Íslands.
Logi Tómasson, bakvörður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að vera á Íslandi og líka til að geta hitt vini og fjölskyldu inn á milli," sagði Logi Tómasson, bakvörður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

„Við eigum séns á móti báðum þessum liðum. Við þurfum að nýta það að vera hérna heima í kuldanum. Mér finnst það geggjað að fá tvo heimaleiki. Það getur gefið okkur mikið að fá úrslit í báðum leikjum."

Íslenska liðið spilaði við Tyrklandi í um 30 stiga hita fyrir mánuði síðan. Það verður öðruvísi fyrir þá að koma hingað.

„Þeir eru ekki vanir þessum núll gráðum. Við þurfum að nýta okkur það, vera þéttir og refsa þessum gæjum."

Logi, sem er vinstri bakvörður Stromsgodset í Noregi, lék sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu í síðasta mánuði - í sigri gegn Svartfjallalandi. Hann er mjög stoltur að vera hluti af íslenska landsliðinu.

„Það er langt síðan ég hef verið svona stressaður fyrir leik en það var gott að finna þessa tilfinningu aftur, hvað þetta skiptir mann miklu máli."

Logi hefur núna verið atvinnumaður í meira en ár og segist hann kunna vel við lífið eins og það er. Utan fótboltans er hann duglegur við að búa til tónlist en hann gaf nýverið út lag með föður sínum.

„Ég gat út lag um daginn og síðan er eitthvað meira á leiðinni. Ég reyni bara að gefa út og svo leyfi ég fólki að hlusta. Fólk sem vill hlusta, það hlustar. Mér finnst gaman að gera tónlist og ég mun ekki hætta því. Ég hef mikinn frítíma utan fótboltans og þetta gerir mjög mikið fyrir minn haus. Þetta er mitt áhugamál. Ég er alltaf á milljón. Ég elska að fara í golf líka, sund og alls konar hluti. Það er nóg að gera og ég kvarta ekki," sagði Logi en lagið má hlusta á hér að neðan.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir