Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   mið 09. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Icelandair
Logi Tómasson, bakvörður Íslands.
Logi Tómasson, bakvörður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að vera á Íslandi og líka til að geta hitt vini og fjölskyldu inn á milli," sagði Logi Tómasson, bakvörður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

„Við eigum séns á móti báðum þessum liðum. Við þurfum að nýta það að vera hérna heima í kuldanum. Mér finnst það geggjað að fá tvo heimaleiki. Það getur gefið okkur mikið að fá úrslit í báðum leikjum."

Íslenska liðið spilaði við Tyrklandi í um 30 stiga hita fyrir mánuði síðan. Það verður öðruvísi fyrir þá að koma hingað.

„Þeir eru ekki vanir þessum núll gráðum. Við þurfum að nýta okkur það, vera þéttir og refsa þessum gæjum."

Logi, sem er vinstri bakvörður Stromsgodset í Noregi, lék sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu í síðasta mánuði - í sigri gegn Svartfjallalandi. Hann er mjög stoltur að vera hluti af íslenska landsliðinu.

„Það er langt síðan ég hef verið svona stressaður fyrir leik en það var gott að finna þessa tilfinningu aftur, hvað þetta skiptir mann miklu máli."

Logi hefur núna verið atvinnumaður í meira en ár og segist hann kunna vel við lífið eins og það er. Utan fótboltans er hann duglegur við að búa til tónlist en hann gaf nýverið út lag með föður sínum.

„Ég gat út lag um daginn og síðan er eitthvað meira á leiðinni. Ég reyni bara að gefa út og svo leyfi ég fólki að hlusta. Fólk sem vill hlusta, það hlustar. Mér finnst gaman að gera tónlist og ég mun ekki hætta því. Ég hef mikinn frítíma utan fótboltans og þetta gerir mjög mikið fyrir minn haus. Þetta er mitt áhugamál. Ég er alltaf á milljón. Ég elska að fara í golf líka, sund og alls konar hluti. Það er nóg að gera og ég kvarta ekki," sagði Logi en lagið má hlusta á hér að neðan.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner