Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. nóvember 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maguire: Erum stærsta félag í heimi og fólk vill ekki að okkur gangi vel
Mynd: Getty Images
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, telur að stór ástæða fyrir því að fólk gagnrýni á liðið sé einfaldlega vegna afbrýðisemi.

Man Utd hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og strax er komin mikil pressa á Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins. Sögusagnir eru um að Man Utd sé búið að ræða við Mauricio Pochettino um að taka við liðinu.

Man Utd vann 3-1 sigur á Everton á laugardag, en ef liðið hefði tapað þeim leik þá hefði það verið versta byrjun liðsins í deildinni í 30 ár.

Maguire fullyrðir þó að liðið sé gagnrýnt vegna stærð félagsins.

„Eitt sem ég hef tekið eftir á mínum tíma hérna - ég hef verið hér í eitt og hálft ár - að við erum umtalaðsta félag í heimi," sagði Maguire við heimasíðu félagsins.

„Af hverju? Því við erum stærsta félag í heimi. Fólk vill ekki að okkur gangi vel. Af hverju? Örugglega vegna árangurs okkar í fortíðinni."

„Við verðum að passa upp á það að neikvæðnin komist ekki inn í búbbluna okkar á æfingasvæðinu," segir Maguire.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner