Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 09. desember 2022 15:47
Elvar Geir Magnússon
Hnífjafn leikur Króatíu og Brasilíu markalaus í hálfleik
Mynd: Getty Images
Staðan er markalaus í hálfleik í viðureign Króatíu og Brasilíu, fyrsta leik 8-liða úrslita HM. Leikurinn hefur verið mjög jafn.

Króatar mæta ákveðnir til leiks og hafa verið afskaplega öflugir á miðsvæðinu.

„Hingað til hefur þetta verið þokkalega spilað hjá Brasilíu en ekki mikið meira en það," segir Pat Nevin, sérfræðingur BBC.

Það hefur vantað aðeins uppá meiri gæði á síðasta þriðjungi á báðum endum vallarins.

Michael Oliver dómari hefur lyft upp gula spjaldinu, Danilo bakvörður Brasilíu fékk gult fyrir háskaleik og Marcelo Brozovic fékk svo gult spjald fyrir að brjóta á Neymar. Brozovic átti svo eftir að brjóta aftur af sér á gulu spjaldi og ljóst að hann er á hættusvæði.

„Luka Modric er stjórnandi miðsvæðisins. Það hefur hjálpað þeim að Brasilía er með tvo gegn þremur á miðjunni, Modric er að finna talsvert pláss," segir Nevin.



Athugasemdir
banner
banner
banner