
Staðan er markalaus í hálfleik í viðureign Króatíu og Brasilíu, fyrsta leik 8-liða úrslita HM. Leikurinn hefur verið mjög jafn.
Króatar mæta ákveðnir til leiks og hafa verið afskaplega öflugir á miðsvæðinu.
Króatar mæta ákveðnir til leiks og hafa verið afskaplega öflugir á miðsvæðinu.
„Hingað til hefur þetta verið þokkalega spilað hjá Brasilíu en ekki mikið meira en það," segir Pat Nevin, sérfræðingur BBC.
Það hefur vantað aðeins uppá meiri gæði á síðasta þriðjungi á báðum endum vallarins.
Michael Oliver dómari hefur lyft upp gula spjaldinu, Danilo bakvörður Brasilíu fékk gult fyrir háskaleik og Marcelo Brozovic fékk svo gult spjald fyrir að brjóta á Neymar. Brozovic átti svo eftir að brjóta aftur af sér á gulu spjaldi og ljóst að hann er á hættusvæði.
„Luka Modric er stjórnandi miðsvæðisins. Það hefur hjálpað þeim að Brasilía er með tvo gegn þremur á miðjunni, Modric er að finna talsvert pláss," segir Nevin.
Goalless at the break. #CROBRA #FIFAWorldCup #Qatar2022 #Vatreni??????? pic.twitter.com/cR9Q9r2n7g
— HNS (@HNS_CFF) December 9, 2022
Athugasemdir