Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 09. desember 2023 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Stefán Teitur áfram í bikarnum en Orri úr leik - Jón Dagur með stoðsendingu á frænda Haaland
Stefán Teitur fer í undanúrslit
Stefán Teitur fer í undanúrslit
Mynd: Getty Images
Jón Dagur lagði upp mark fyrir Jonatan Brunes
Jón Dagur lagði upp mark fyrir Jonatan Brunes
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson er kominn áfram í undanúrslit danska bikarsins þrátt fyrir 2-1 tap Silkeborg gegn FCK í dag.

Silkeborg vann fyrri leikinn 2-0 og mátti því tapa með einu marki í dag.

Stefán Teitur spilaði allan leikinn í dag fyrir Silkeborg á meðan Orri Steinn Óskarsson sat allan tímann á varamannabekknum.

Silkeborg fer því áfram í undanúrslit á meðan Orri Steinn og félagar hafa lokið keppni.

Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp eina mark Leuven í 1-1 jafntefli liðsins gegn St Truiden í belgísku úrvalsdeildinni. Markið lagði hann upp fyrir Jonatan Brunes, frænda Erling Braut Haaland, á 18. mínútu leiksins. Leuven er í næst neðsta sæti með 13 stig.

Hjörtur Hermannsson spilaði þá allan leikinn í liði Pisa sem tapaði fyrir Catanzaro, 2-0, í B-deildinni á Ítalíu. Pisa er í 13. sæti með 18 stig. Mikael Egill Ellertsson kom inn af bekknum í 1-0 tapi Venezia gegn Cremonese, en þeir Bjarki Steinn Bjarkason og Hilmir Rafn Mikaelsson sátu allan tímann á bekknumn. Venezia er áfram á toppnum með 33 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner