Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. janúar 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
„Maður hugsaði hvort maður ætti að fara fyrr til Svíþjóðar"
Hákon Rafn Valdimarsson
Hákon Rafn Valdimarsson
Mynd: Elfsborg
Hákon Rafn var á bekknum í fyrstu tveimur leikjunum en kom svo inn í byrjunarlið Gróttu
Hákon Rafn var á bekknum í fyrstu tveimur leikjunum en kom svo inn í byrjunarlið Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hákon Rafn Valdimarsson, leikmaður Elfsborg í Svíþjóð, fór yfir tíma sinn hjá Gróttu á síðasta tímabil áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Hann þurfti að sætta sig við bekkjarsetu í fyrstu leikjunum og skoðaði hann það að fara fyrr til Svíþjóðar.

Seltirningurinn samdi við Elfsborg í lok apríl á síðasta ári en hann hélt þó ekki út fyrr en um sumarið.

Hákon byrjaði tímabilið með Gróttu en var á bekknum í bæði bikarnum og fyrstu tveimur deildarleikjum tímabilsins. Hann íhugaði kosti sína í kjölfarið.

„Það var ákvörðun þjálfarans. Ég var á bekknum í bikarnum og í fyrsta leik en svo fékk maður að spila og það er eins og það er," sagði Hákon.

„Já, ég var alveg svekktur, en Gústi ákvað þetta og það er bara þannig. Maður hugsaði það eitthvað og reyna að fara fyrr til Svíþjóðar ef þeir vildu ekki spila mér en ég kannski var það ekki möguleiki. Maður reyndi eitthvað aðeins en síðan vissi maður að maður væri örugglega að fara að spila þá reyndi maður að njóta þess að spila síðustu mánuðina með Gróttu."

Leið ömurlega þegar Pétur sleit krossband

Grótta hafnaði í 6. sæti deildarinnar. Liðið var þó mun betra á síðasta tímabili en stigafjöldinn sýnir.

„Við hefðum viljað gera betur og við vorum með mikla betra lið heldur en sjötta eða sjöunda sæti. Mér fannst við áttum að gera betur og vorum að missa marga leiki niður og missa mörg stig klaufalega en Grótta er gott Inkasso-lið alla vega."

Pétur Theodór Árnason var markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar með 23 mörk á síðasta tímabili og var í kjölfarið keyptur til Breiðabliks en hann sleit krossbönd á æfingu með Blikum í byrjun nóvember og gæti því misst af stærstum hluta Íslandsmótsins.

„Hann er flottur leikmaður. Mér leið ömurlega þegar hann sleit krossband. Fann til með honum en hann kemur sterkur til baka og mun sýna hvað í honum býr. Hann mun alltaf skora mörk, það er engin spurning og vonandi mun hann ná sér almenninlega eftir þessi meiðsli," sagði Hákon Rafn í lokin.
„Ekki eitthvað sem ég var að búast við þegar ég mætti út"
Athugasemdir
banner