Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 10. febrúar 2015 15:15
Magnús Már Einarsson
Frikki Dór: Þarf að æfa Nani fagn
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Friðrik Dór Jónsson er á meðal þátttakenda í úrslitakvöldi Eurovision sem fer fram næstkomandi laugardagskvöld.

Þegar Friðrik tryggði sér sæti í úrslitunum fagnaði hann vel og innilega með þeim afleiðingum að buxur hans rifnuðu eins og sjá má hér.

Friðrik Dór æfði fótbolta á sínum tíma og renndi sér á hnjánum að hætti fótboltamanna.

,,Fagnið var úr boltanum," sagði Friðrik Dór um fagnið í sjónvarpsþættinum Fótbolti.net í síðustu viku.

,,Gólfið var gróft, eins og sandpappír eða eitthvað. Þetta var ekki gras og ég rann ekki. Ég ætlaði að renna en svo stoppaði ég. Hnén héldu áfram að renna inni í buxunum,"

Hvernig mun Friðrik fagna ef hann vinnur í úrslitunum á laugardag? ,,Þarf ég þá ekki bara að fara að æfa Nani eða eitthvað dót? Skrúfur og svona dót."

Smelltu hér til að sjá upptöku úr sjónvarpsþættinum

Sjónvarpsþátturinn Fótbolti.net er á dagskrá á ÍNN öll fimmtudagskvöld klukkan 20:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner