Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 10. febrúar 2021 21:59
Ívan Guðjón Baldursson
Spænski bikarinn: Rakitic innsiglaði sigurinn gegn Barcelona
Sevilla 2 - 0 Barcelona
1-0 Jules Kounde ('25)
2-0 Ivan Rakitic ('85)

Sevilla tók á móti Barcelona í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins í kvöld.

Það ríkti jafnræði með liðunum og leiddu heimamenn í Sevilla eftir bragðdaufan fyrri hálfleik. Varnarmaðurinn Jules Kounde gerði eina markið eftir magnaðan sprett upp völlinn.

Síðari hálfleikur var áfram hnífjafn en þó aðeins opnari og meira um færi. Hvorugu liði tókst þó að skora þar til undir lokin, þegar Ivan Rakitic skoraði gegn gömlu liðsfélögunum. Rakitic slapp í gegn og skoraði öruggt mark.

Mark Rakitic gæti reynst afar mikilvægt fyrir Sevilla en seinni leikurinn verður spilaður á Nývangi í Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner