Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 10. febrúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markvörslurnar sem björguðu Plymouth gegn Liverpool
Guðlaugur Victor Pálsson fékk að spila síðasta hálftíma leiksins og hjálpaði Plymouth að halda hreinu.
Guðlaugur Victor Pálsson fékk að spila síðasta hálftíma leiksins og hjálpaði Plymouth að halda hreinu.
Mynd: Getty Images
Plymouth Argyle, botnlið Championship deildarinnar á Englandi, tók á móti stórveldi Liverpool í enska bikarnum í gær.

Plymouth gerði sér lítið fyrir og sigraði 1-0 gegn toppliði ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa spilað frábæran leik.

Liverpool bankaði á dyrnar í uppbótartíma leiksins en Conor Hazard stóð vaktina vel á milli stanganna.

Hann gerði vel að verja marktilraun frá Diogo Jota á 93. mínútu, áður en hann varði skalla frá Darwin Núnez meistaralega á 99. mínútu.

Sjáðu fyrri markvörslu Hazard

Sjáðu seinni markvörsluna


Athugasemdir
banner
banner
banner