Riðlakeppni Lengjubikarsins er að klárast en ÍBV getur farið langleiðina með að tryggja sér sæti í undanúrslitum í kvöld.
Þá mætir liðið Selfossi á útivelli en ÍBV er á toppi riðils 2 í A deild með jafn mörg stig og Breiðablik og betri markatölu en ÍBV heimsækir Blika í lokaleik riðilsins á þriðjudaginn.
Fram og Njarðvík eigast við í riðli 2 í kvöld en Fram fer uppfyrir Njarðvík í 3.sætið með sigri en Njarðvík getur farið upp í 2. sætið með sigri.
Sama er upp á teningnum í leik Fylkis og Fjölnis í riðli 4 þar sem Fylkir er í 4.sæti og Fjölnir í 3. sæti fyrir leik liðanna í kvöld.
Í kvennadeildinni er mætast Þróttur og Þór/KA í riðli 1 en þessi lið eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Í riðli tvö mætast svo Stjarnan og Breiðablik, Stjarnan er þar á toppnum með fullt hús eftir þrjá leiki en Blikar með fullt hús eftir tvo leiki.
Á sunnudaginn mætast svo Valur og FH í riðli eitt en bæði lið eru með þrjú stig.
föstudagur 10. mars
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
17:30 Selfoss-ÍBV (JÁVERK-völlurinn)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
19:00 Fram-Njarðvík (Framvöllur)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
19:00 Fylkir-Fjölnir (Würth völlurinn)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
19:00 Víkingur Ó.-Kári (Ólafsvíkurvöllur)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 2
20:15 KH-Afríka (Valsvöllur)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 1
21:00 Þróttur R.-Þór/KA (Egilshöll)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 2
19:00 Stjarnan-Breiðablik (Miðgarður)
Lengjubikar kvenna - B-deild
20:45 Augnablik-Fram (Fífan)
laugardagur 11. mars
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
15:30 Þróttur R.-Þór (Egilshöll)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
14:00 Ýmir-Reynir S. (Kórinn - Gervigras)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 2
12:00 Haukar-Sindri (Ásvellir)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 3
14:00 Ægir-KFS (Domusnovavöllurinn)
14:30 KFG-ÍR (Miðgarður)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 4
14:00 Völsungur-KFA (PCC völlurinn Húsavík)
14:00 Dalvík/Reynir-KF (Dalvíkurvöllur)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 1
12:00 KB-KM (Domusnovavöllurinn)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 3
14:00 KFR-KFB (JÁVERK-völlurinn)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 4
16:00 Skallagrímur-SR (Akraneshöllin)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 5
15:00 Tindastóll-Spyrnir (Sauðárkróksvöllur)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 6
16:00 Stokkseyri-Vængir Júpiters (JÁVERK-völlurinn)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 2
14:00 Afturelding-ÍBV (Malbikstöðin að Varmá)
Lengjubikar kvenna - B-deild
14:00 Víkingur R.-Grindavík (Víkingsvöllur)
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 2
17:30 Einherji-ÍR (Boginn)
sunnudagur 12. mars
Kjarnafæðismótið - Kvenna
19:00 Tindastóll-Völsungur (Boginn)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
15:30 Vestri-Grindavík (Akraneshöllin)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 4
17:00 Magni-Höttur/Huginn (Boginn)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 1
16:15 KÁ-Uppsveitir (Ásvellir)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 5
17:00 Samherjar-Hamrarnir (Boginn)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 6
16:00 Álafoss-Álftanes (Malbikstöðin að Varmá)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 1
14:00 Valur-FH (Origo völlurinn)
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
16:00 ÍH-Hamar (Skessan)