Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Antonio hrærður þegar hann heilsaði upp á stuðningsmenn
Mynd: michailantonio/Instagram
Michail Antonio, framherji West Ham, steig í fyrsta sinn út á völlinn í kvöld efetir hræðilegt bílslys sem hann lenti í fyrir þremur mánuðum.

Antonio mun ekki spila á næstunni en hann var mættur á heimavöll West Ham í kvöld þar sem liðið err með Newcastle í heimsókn. Antonio kom út á völl fyrir leikinn við mikil fagnaðarlæti frá stuðningsmönnum.

„Frábært augnablik fyrir leikinn. Stuðningsmenn standa upp og klappa fyrir Michail Antonio, þremur mánuðum eftir þetta skelfilega bílslys. Hann er sýnilega hrærður þar sem aðdáendur heimamanna syngja nafn hans," sagði Dharmesh Sheth hjá Sky Sports.

Hálftími er liðinn af leiknum og staðan er enn markalaus.
Athugasemdir
banner
banner