Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   þri 10. maí 2022 14:32
Hafliði Breiðfjörð
Daníel Finns í Stjörnuna (Staðfest)
Daníel Finns er kominn í Stjörnuna.
Daníel Finns er kominn í Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tilkynnti rétt í þessu að Daníel Finns Matthíasson sé genginn í raðir félagsins frá Leikni.  Stjarnan kaupir leikmanninn frá Leikni en hann var samningsbundinn út þetta ár.


Daníel hefur verið orðaður við Stjörnuna síðustu vikur og var ekki í leikmannahópi Leiknis sem mætti Víkingi í Bestu-deildinni á sunnudagskvöld. Hann hafði komið inn af bekknum gegn ÍBV í umferðinni á undan

Daníel sem er fæddur árið 2000 hóf meistaraflokksferil sinn með Leikni í Inkasso-deildini sumarið 2019 og hefur átt fast sæti í liðinu síðan þá.

Hann spilaði 20 leiki í efstu deild á síðustu leiktíð og skoraði þá þrjú mörk. Hann vakti athygli fyrir góða frammistöðu með Leikni í undirbúningsmótunum í vetur þar sem hann skoraði 4 mörk í 5 leikjum í Lengjubikarnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner