Stjarnan hefur lánað Kristófer Konráðsson í Leikni Reykjavík. Kristófer er kominn með leikheimild með Leikni.
Fyrr í dag gekk Daníel Finns Matthíasson í raðir Stjörnunnar frá Leikni og Kristófer fer í hina áttina.
Fyrr í dag gekk Daníel Finns Matthíasson í raðir Stjörnunnar frá Leikni og Kristófer fer í hina áttina.
Kristófer er Stjörnumaður sem á að baki 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann er kantmaður sem fæddur er árið 1998 og á að baki 50 leiki í deild og bikar. Sumarið 2018 lék hann mðe Þrótti á láni og sumarið 2019 var hann hjá KFG. í Þessum 50 deildar og bikar leikjum hefur Kristófer skorað átta mörk.
Hann lék einungis fimm leiki með Stjörnunni í fyrra vegna meiðsla. Hann var í Boston College í Bandaríkjunum og spilaði þar með Eagles.
Siggi Höskulds, þjálfari Leiknis, var styrktarþjálfari Kristófers í 2. flokki hjá Stjörnunni.
Sjá einnig:
Hin hliðin - Kristófer Konráðsson
Athugasemdir