Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   þri 10. maí 2022 23:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorsteinn Már í KR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net
KR heldur áfram að styrkja sig fyrir gluggalok. Í kvöld krækti félagið í Þorstein Má Ragnarsson frá Stjörnunni.

Þorsteinn er að snúa til baka í KR en hann lék með liðinu á árunum 2012-2015. Hann er uppalinn á Snæfellsnesi og steig sín fyrstu skref með Víkingi Ólafsvík.

Hann kom frá Ólafsvík í KR árið 2012 en sneri aftur til baka fyrir tímabilið 2016 og lék í tvö tímabil með Víkingi áður en hann samdi við Stjörnuna. Með Stjörnunni varð hann bikarmeistari ári 2018.

Þorsteinn er 32 ára og spilar oftast sem kantmaður. Hann á að baki 184 leiki í efstu deild og hefur í þeim skorað 32 mörk. Á sínum tíma lék hann þrjá leiki með U21 árs landsliðinu.

Í fyrstu fjórum umferðunum hafði Þorsteinn þrisvar sinnum komið inn á sem varamaður hjá Stjörnunni undir lok leikja.

Hann skoraði sautján mörk í deild og bikar á tíma sínum í KR. Þetta er annar leikmaðurinn sem gengur í raðir KR á síðustu dögum því á föstudag samdi liðið við Aron Þórð Albertsson sem kom frá Fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner