Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 10. júní 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ansi ólíklegt að Sancho verði áfram hjá Dortmund
Mynd: Getty Images
Sky Sports fjallar um það í dag að líkurnar á því að Jadon Sancho verði áfram hjá Dortmund séu ansi litlar. Sancho kom á láni til Dortmund frá Manchester United í janúar út tímabilið. Hans síðasti leikur fyrir Dortmund, í bili hið minnsta, var úrslitaleikurinn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni.

Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi segir að Dortmund sé að gera allt sem félagið getur gert til þess að halda Sancho en fréttamaðurinn er með upplýsingar um að líkurnar séu ekki með Dortmund.

United vill fá 40 milljónir punda fyrir Sancho en Dortmund getur ekki keypt leikmanninn. Dortmund hefur ekki bolmagn til að kaupa leikmann dýrum dómi og greiða honum líka há laun.

Plettenberg segir að eina von Dortmund sé sú að United nái ekki að finna annað félag til að kaupa Sancho og vilji lána hann í eitt tímabil. United vill selja Sancho, ekki lána hann.

Framtíð Sancho fer eftir því hvort Erik ten Hag verði áfram hjá United. Ólíklegt verður að teljast að Sancho og hollenski stjórinn vinni aftur saman. Það kemur allt í ljós á næstu dögum.

Ítalska stórliðið Juventus er sagt hafa áhuga á Sancho.
Athugasemdir
banner
banner