Farið verður í þriggja daga ferð frá 19-22. febrúar og horft á leiki hjá Íslendingaliðum Blackburn Rovers, Preston North End og Stockport County.
20. febrúar eigast Blackburn og Preston við í Íslendingaslag og degi síðar tekur Stockport á móti Wigan Athletic.
Andri Lucas Guðjohnsen er á mála hjá Blackburn á meðan Stefán Teitur Þórðarson leikur með Preston. Þá er Benoný Breki Andrésson hjá Stockport.
Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net er fararstjóri ásamt öðrum starfsmönnum vefsíðunnar. Innifalið í verði er flug, fjögurra stjörnu hótel í þrjár nætur í miðborg Manchester, rúta til og frá flugvelli, rúta á Blackburn leikinn og hátíðarkvöldverður þar sem góðir gestir munu mæta.
Heildarverð er frá 149.900kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi.
Nánar um ferðina má lesa hér en meðal annars er innifalið í ferðinni hátíðarkvöldverður og skemmtun á laugardskvöldinu.
Fyrsta ástríðuferð Fótbolta.net verður farin í febrúar þar sem fótboltaáhugamönnum býðst tækifæri til að fara á leiki í Championship og League One deildunum á Englandi.
Athugasemdir

© Copyright 2002-2026 Fotbolti.net / Fotbolti Ehf.
All rights reserved.



