Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   mán 10. júní 2024 22:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Dijk eins og Rolls Royce - „Gefur þeim sjálfstraust eftir að þeir sáu að við unnum England"
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson þakkar Virgil van Dijk fyrir leikinn í Rotterdam í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson þakkar Virgil van Dijk fyrir leikinn í Rotterdam í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði íslenska landsliðsins ræddi við Fótbolta.net eftir 4-0 tap liðsins gegn Hollandi í kvöld.


Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

„Erfiður leikur á föstudaginn sem tók mikið úr okkur. Tveir dagar á milli og ferðalag svo að mæta öðru svona góðu liði er alltaf erfitt og það gerist ekki oft að maður spilar gegn svona svakalegum liðum með tveggja daga millibili," sagði Jóhann Berg.

„Við vorum stundum lélegir á boltann, gátum haldið betur í hann. Við náðum ekki að komast nógu nálægt þeim í pressunni og stoppa fyrirgjafir. Svo þegar við reyndum að fara í pressuna settu þeir boltann á bakvið okkur, þeir eru auðvitað með hraða leikmenn, þetta var bara erfitt í dag."

Jóhann Berg var beðinn um að rýna í hollenska liðið fyrir EM. 

„Þeir verða mjög erfiðir í föstum leikatriðum og erfitt að brjóta þá niður. Þeir eru með frábæra varnarmenn, Virgil van Dijk er eins og Rolls Royce þarna. Hann fer aldrei úr öðrum gír og er með allt í teskeið. Þeir verða mjög flottir og það gefur þeim sjálfstraust að klára okkur sérstaklega eftir að þeir sáu við unnum England," sagði Jóhann Berg.


Athugasemdir
banner
banner