Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   mán 10. júní 2024 22:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Dijk eins og Rolls Royce - „Gefur þeim sjálfstraust eftir að þeir sáu að við unnum England"
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson þakkar Virgil van Dijk fyrir leikinn í Rotterdam í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson þakkar Virgil van Dijk fyrir leikinn í Rotterdam í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði íslenska landsliðsins ræddi við Fótbolta.net eftir 4-0 tap liðsins gegn Hollandi í kvöld.


Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

„Erfiður leikur á föstudaginn sem tók mikið úr okkur. Tveir dagar á milli og ferðalag svo að mæta öðru svona góðu liði er alltaf erfitt og það gerist ekki oft að maður spilar gegn svona svakalegum liðum með tveggja daga millibili," sagði Jóhann Berg.

„Við vorum stundum lélegir á boltann, gátum haldið betur í hann. Við náðum ekki að komast nógu nálægt þeim í pressunni og stoppa fyrirgjafir. Svo þegar við reyndum að fara í pressuna settu þeir boltann á bakvið okkur, þeir eru auðvitað með hraða leikmenn, þetta var bara erfitt í dag."

Jóhann Berg var beðinn um að rýna í hollenska liðið fyrir EM. 

„Þeir verða mjög erfiðir í föstum leikatriðum og erfitt að brjóta þá niður. Þeir eru með frábæra varnarmenn, Virgil van Dijk er eins og Rolls Royce þarna. Hann fer aldrei úr öðrum gír og er með allt í teskeið. Þeir verða mjög flottir og það gefur þeim sjálfstraust að klára okkur sérstaklega eftir að þeir sáu við unnum England," sagði Jóhann Berg.


Athugasemdir
banner
banner