Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 10. júní 2024 22:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Dijk eins og Rolls Royce - „Gefur þeim sjálfstraust eftir að þeir sáu að við unnum England"
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson þakkar Virgil van Dijk fyrir leikinn í Rotterdam í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson þakkar Virgil van Dijk fyrir leikinn í Rotterdam í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði íslenska landsliðsins ræddi við Fótbolta.net eftir 4-0 tap liðsins gegn Hollandi í kvöld.


Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

„Erfiður leikur á föstudaginn sem tók mikið úr okkur. Tveir dagar á milli og ferðalag svo að mæta öðru svona góðu liði er alltaf erfitt og það gerist ekki oft að maður spilar gegn svona svakalegum liðum með tveggja daga millibili," sagði Jóhann Berg.

„Við vorum stundum lélegir á boltann, gátum haldið betur í hann. Við náðum ekki að komast nógu nálægt þeim í pressunni og stoppa fyrirgjafir. Svo þegar við reyndum að fara í pressuna settu þeir boltann á bakvið okkur, þeir eru auðvitað með hraða leikmenn, þetta var bara erfitt í dag."

Jóhann Berg var beðinn um að rýna í hollenska liðið fyrir EM. 

„Þeir verða mjög erfiðir í föstum leikatriðum og erfitt að brjóta þá niður. Þeir eru með frábæra varnarmenn, Virgil van Dijk er eins og Rolls Royce þarna. Hann fer aldrei úr öðrum gír og er með allt í teskeið. Þeir verða mjög flottir og það gefur þeim sjálfstraust að klára okkur sérstaklega eftir að þeir sáu við unnum England," sagði Jóhann Berg.


Athugasemdir
banner