Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 22:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arsenal og Chelsea ná samkomulagi um Madueke
Mynd: EPA
Noni Madueke er að yfirgefa Chelsea og ganga til liðs við nágrannana í Arsenal.

Fabrizio Romano greinir frá því að félögin hafa náð samkomulagi um kaupverð en Arsenal mun borga Chelsea rúmlega 50 milljónir punda.

Madueke hefur þegar náð samkomulagi við Arsenal og hann mun skrifa undir fimm ára samning.

Arsenal vill styrkja sig enn frekar fram á við en Rodrygo hjá Real Madrid, Eberechi Eze hjá Crystal Palace og Viktor Gyökeres hjá Sporting hafa allir verið orðaðir við félagið.



Athugasemdir
banner