Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. ágúst 2020 21:06
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Inter í undanúrslit - Framlengt hjá Man Utd og FCK
Nicolo Barella skoraði fyrra mark Inter
Nicolo Barella skoraði fyrra mark Inter
Mynd: Getty Images
Ítalska liðið Inter er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-1 sigur á Bayer Leverkusen en leikurinn fór fram á Merkur Spiel-Arena í Þýskalandi.

Inter var komið tveimur mörkum yfir þegar 21 mínúta var búin af leiknum en ítalski miðjumaðurinn Nicolo Barella kom Inter yfir á 15. mínútu með góðu utanfótarskoti eftir laglega sókn Inter.

Lautaro Martinez fékk boltann vinstra megin við teiginn, hann gaf hælsendingu á Ashley Young sem fann svo Romelu Lukaku inn í teignum. Hann náði að snúa sér en missti boltann frá sér og var þar Barella mættur til að koma knettinum í vinstra hornið.

Sex mínútum síðar skoraði Lukaku annað mark leiksins eftir sendingu frá Young. Lukaku var með varnarmann í sér en náði að skófla boltanum í hornið.

Kai Havertz minnkaði muninn með skoti af stuttu færi aðeins fjórum mínútum eftir mark Lukaku.

Lokatölur 2-1 fyrir Inter sem fer í undanúrslitin en Manchester United og FCK eru að gera markalaust jafntefli í Köln. Leikurinn er í framlengingu en United hefur verið með algera yfirburði í leiknum og hafa nú þegar tvö mörk verið dæmd af liðinu.

Úrslit og markaskorarar:

Manchester Utd 0 - 0 FC Kobenhavn (Framlenging í gangi)

Inter 2 - 1 Bayer
1-0 Nicolo Barella ('15 )
2-0 Romelu Lukaku ('21 )
2-1 Kai Havertz ('24 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner