banner
   mán 10. ágúst 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koulibaly minnti Richards á Mangala
Koulibaly í leik með Napoli.
Koulibaly í leik með Napoli.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Kalidou Koulibaly heillaði ekki með frammistöðu sinni gegn Barcelona í Meistaradeildinni á laugardag.

Koulibaly átti slakan dag í 3-1 tapi Napoli gegn Börsungum. Hann braut meðal annars af sér þegar Barcelona fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum.

Koulibaly, sem er 29 ára, hefur lengi verið einn eftirsóttasti leikmaður í heimi en Micah Richards, fyrrum varnarmaður Man City og Aston Villa, var ekki hrifinn af því sem hann sá af Senegalanum um helgina.

Koulibaly er sagður kosta um 80 milljónir punda en Richards segir: „Verðmiðinn á honum á núna að vera 20 milljónum punda lægri."

„Allir segja að hann eigi að vera yfirvegaður á boltanum. Hann er agressívur og mér finnst hann líkur Mangala. Hann fór til City og það virkaði ekki alveg. Ég er ekki alveg sannfærður," sagði Richards á CBS Sports.

Mangala er varnarmaður sem fór til City 2014 en hann átti ekki góðan feril hjá félaginu og er í dag hjá Valencia á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner