Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. ágúst 2022 12:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexandra farin frá Breiðabliki - Meðal annars áhugi frá Ítalíu
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir mun ekki leika fleiri leiki með Breiðabliki í sumar.

Hún kom á láni fyrir EM og skoraði þrjú mörk í sjö leikjum í Bestu deildinni.

Alexandra fór til Eintracht Frankfurt í Þýskalandi frá Breiðabliki fyrir einu og hálfu ári síðan en markmiðið með lánssamningnum var að hún kæmist í leikform fyrir Evrópumótið.

Alexandra, sem er 22 ára, hefur ekki verið í mjög stóru hlutverki frá því hún fór til Frankfurt og það er spurning hvort hún leiki með liðinu á komandi leiktíð.

Samkvæmt upplýsingum sem Fótbolti.net hefur fengið þá er áhugi á henni frá öðrum félögum, þar á meðal á Ítalíu.

Alexandra, sem kom við sögu í tveimur leikjum á EM, er líklega með hugann við það að spila meira á næstu leiktíð en hún gerði á þeirri síðustu.
Athugasemdir
banner
banner
banner