Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   þri 10. september 2019 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Haukur Harðar: Þeir eru mjög særðir
Albanía - Ísland í kvöld klukkan 18:45
Icelandair
Haukur ræðir við Guðlaug Victor Pálsson, landsliðsmann.
Haukur ræðir við Guðlaug Victor Pálsson, landsliðsmann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá vellinum í Elbasan.
Frá vellinum í Elbasan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fer ekki illa um fjölmiðlamenn í Tirana í Albaníu fyrir leik Albaníu og Íslands í undankeppni EM 2020. Fótbolti.net ræddi við Hauk Harðarson, íþróttafréttamann á RÚV, í aðdraganda leiksins.

Ísland og Albanía eigast við Elbasan í kvöld klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Það er mjög mikilvægt fyrir íslenska liðið að taka þrjú stig úr leiknum.

„Ég fór hérna fyrir tveimur árum og þá vorum við í borg sem heitir Shkodër, hún er öllu frumstæðari. Þá var Ísland að spila við Kosóvó, en það er aðeins öðruvísi að mæta heimaþjóðinni," sagði Haukur í viðtali við Fótbolta.net á keppnisvellinum í gær.

„Það fer vel um okkur í Tirana og það væri skemmtilegt ef þetta væri fyrsti leikurinn á nýja þjóðarleikvanginum, en hann er því miður ekki tilbúinn."

Sjá einnig:
Ísland spilar ekki á nýjum þjóðarleikvangi Albaníu

„Mér skilst að það séu bara 5 þúsund manns að mæta á leikinn þannig að ég veit ekki hvernig stemningin verður. Þetta er alla vega flottara en Laugardalsvöllur."

Leikurinn í kvöld verður erfiðari en leikurinn gegn Moldóvu síðastliðinn laugardag. Þar vann Ísland 3-0, en í kvöld má búast við mikið erfiðari leik.

„Albanía er mjög öflugt lið, þetta er allt annað en Moldóva. Fyrir utan það að þeir eru 110 sætum, eða hvað það er, fyrir ofan Moldóvu á heimslistanum, þá er enginn að spila í albönsku deildinni, en hjá Moldóvu var meira en helmingurinn af leikmannahópnum í deildinni í Moldóvu."

„Þeir eru með sex leikmenn úr Serie A, þeir eru grimmir og baráttuglaðir. Þeir eru mjög særðir bæði eftir tapið í Laugardal og eftir niðurlægingu á Stade de France.

Að lokum var Haukur spurður út í sína spá fyrir leikinn. „Ég held við náum að halda markinu hreinu og jafnvel fara með 2-0 sigur. Það væri náttúrulega draumur. Við verðum að vinna og við munum vinna."
Athugasemdir
banner
banner
banner