Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   þri 10. september 2019 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Haukur Harðar: Þeir eru mjög særðir
Albanía - Ísland í kvöld klukkan 18:45
Icelandair
Haukur ræðir við Guðlaug Victor Pálsson, landsliðsmann.
Haukur ræðir við Guðlaug Victor Pálsson, landsliðsmann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá vellinum í Elbasan.
Frá vellinum í Elbasan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fer ekki illa um fjölmiðlamenn í Tirana í Albaníu fyrir leik Albaníu og Íslands í undankeppni EM 2020. Fótbolti.net ræddi við Hauk Harðarson, íþróttafréttamann á RÚV, í aðdraganda leiksins.

Ísland og Albanía eigast við Elbasan í kvöld klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Það er mjög mikilvægt fyrir íslenska liðið að taka þrjú stig úr leiknum.

„Ég fór hérna fyrir tveimur árum og þá vorum við í borg sem heitir Shkodër, hún er öllu frumstæðari. Þá var Ísland að spila við Kosóvó, en það er aðeins öðruvísi að mæta heimaþjóðinni," sagði Haukur í viðtali við Fótbolta.net á keppnisvellinum í gær.

„Það fer vel um okkur í Tirana og það væri skemmtilegt ef þetta væri fyrsti leikurinn á nýja þjóðarleikvanginum, en hann er því miður ekki tilbúinn."

Sjá einnig:
Ísland spilar ekki á nýjum þjóðarleikvangi Albaníu

„Mér skilst að það séu bara 5 þúsund manns að mæta á leikinn þannig að ég veit ekki hvernig stemningin verður. Þetta er alla vega flottara en Laugardalsvöllur."

Leikurinn í kvöld verður erfiðari en leikurinn gegn Moldóvu síðastliðinn laugardag. Þar vann Ísland 3-0, en í kvöld má búast við mikið erfiðari leik.

„Albanía er mjög öflugt lið, þetta er allt annað en Moldóva. Fyrir utan það að þeir eru 110 sætum, eða hvað það er, fyrir ofan Moldóvu á heimslistanum, þá er enginn að spila í albönsku deildinni, en hjá Moldóvu var meira en helmingurinn af leikmannahópnum í deildinni í Moldóvu."

„Þeir eru með sex leikmenn úr Serie A, þeir eru grimmir og baráttuglaðir. Þeir eru mjög særðir bæði eftir tapið í Laugardal og eftir niðurlægingu á Stade de France.

Að lokum var Haukur spurður út í sína spá fyrir leikinn. „Ég held við náum að halda markinu hreinu og jafnvel fara með 2-0 sigur. Það væri náttúrulega draumur. Við verðum að vinna og við munum vinna."
Athugasemdir
banner