Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 10. september 2019 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Haukur Harðar: Þeir eru mjög særðir
Albanía - Ísland í kvöld klukkan 18:45
Icelandair
Haukur ræðir við Guðlaug Victor Pálsson, landsliðsmann.
Haukur ræðir við Guðlaug Victor Pálsson, landsliðsmann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá vellinum í Elbasan.
Frá vellinum í Elbasan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fer ekki illa um fjölmiðlamenn í Tirana í Albaníu fyrir leik Albaníu og Íslands í undankeppni EM 2020. Fótbolti.net ræddi við Hauk Harðarson, íþróttafréttamann á RÚV, í aðdraganda leiksins.

Ísland og Albanía eigast við Elbasan í kvöld klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Það er mjög mikilvægt fyrir íslenska liðið að taka þrjú stig úr leiknum.

„Ég fór hérna fyrir tveimur árum og þá vorum við í borg sem heitir Shkodër, hún er öllu frumstæðari. Þá var Ísland að spila við Kosóvó, en það er aðeins öðruvísi að mæta heimaþjóðinni," sagði Haukur í viðtali við Fótbolta.net á keppnisvellinum í gær.

„Það fer vel um okkur í Tirana og það væri skemmtilegt ef þetta væri fyrsti leikurinn á nýja þjóðarleikvanginum, en hann er því miður ekki tilbúinn."

Sjá einnig:
Ísland spilar ekki á nýjum þjóðarleikvangi Albaníu

„Mér skilst að það séu bara 5 þúsund manns að mæta á leikinn þannig að ég veit ekki hvernig stemningin verður. Þetta er alla vega flottara en Laugardalsvöllur."

Leikurinn í kvöld verður erfiðari en leikurinn gegn Moldóvu síðastliðinn laugardag. Þar vann Ísland 3-0, en í kvöld má búast við mikið erfiðari leik.

„Albanía er mjög öflugt lið, þetta er allt annað en Moldóva. Fyrir utan það að þeir eru 110 sætum, eða hvað það er, fyrir ofan Moldóvu á heimslistanum, þá er enginn að spila í albönsku deildinni, en hjá Moldóvu var meira en helmingurinn af leikmannahópnum í deildinni í Moldóvu."

„Þeir eru með sex leikmenn úr Serie A, þeir eru grimmir og baráttuglaðir. Þeir eru mjög særðir bæði eftir tapið í Laugardal og eftir niðurlægingu á Stade de France.

Að lokum var Haukur spurður út í sína spá fyrir leikinn. „Ég held við náum að halda markinu hreinu og jafnvel fara með 2-0 sigur. Það væri náttúrulega draumur. Við verðum að vinna og við munum vinna."
Athugasemdir
banner
banner