Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 10. september 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kenny Tete til Fulham (Staðfest)
Tete á æfingu hjá hollenska landsliðinu.
Tete á æfingu hjá hollenska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Nýliðar Fulham halda áfram að styrkja sig fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni.

Félagið hefur gengið frá kaupum á hægri bakverðinum Kenny Tete og kemur hann frá Lyon í Frakklandi. Kaupverðið er 3,2 milljónir evra.

Hinn 24 ára gamli Tete skrifar undir fjögurra ára samning með möguleika á frekari framlengingu um eitt ár eftir það.

Tete, sem á 13 A-landsleiki fyrir Holland, hóf feril sinn hjá Ajax en fór til Lyon 2017. Hann hjálpaði Lyon að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.

Fulham mætir Arsenal í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í hádegisleik á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner